100 Ljón ehf. er framsækið og leiðandi sölu-, þjónustu- og markaðsfyrirtæki með móttóið „Velgengni þín er okkar sameiginlega markmið“.
Þjónustusögu 100 Ljón ehf. má rekja mörg ár aftur í tímann eða til ársins 1997 þegar Gunnar Andri Þórisson, eigandi 100 Ljón ehf., stofnaði Söluskóla Gunnars Andra (SGA).
Við trúum því að fyrirtæki verði aldrei betra en fólkið sem stendur á bak við það. Af þeim sökum veljum við fólkið okkar vel og skiptir þá engu máli hvort verkefnin sem liggja fyrir eru stór eða smá.
Gunnar Andri Þórisson
Framkvæmdastjóri
Ég er frumkvöðull, fyrirlesari, eigandi 100 Ljón ehf., metsöluhöfundur, sölunörd, fagurkeri og nautnaseggur. Mér finnst gaman að fara í laxveiði, á hestbak, í leikhús og ferðast, bæði innanlands og til annarra landa. Fátt finnst mér ánægjulegra en að borða góðan mat í góðum félagsskap og ég dýrka að vinna með metnaðarfullu fólki. Eitt af mínum persónulegu mottóum er: „Það skiptir ekki máli við hvað þú starfar eða hvað þú gerir – vertu best/ur!“
Sigurður Júlíusson
Forritun og hönnun
Ég er tölvugrúskari með meiru sem tækla það sem tækla þarf þegar kemur að hönnun og uppsetningu á heimasíðum. Það er fátt skemmtilegra en að hanna eitthvað frá grunni og sjá lokaniðurstöðu sem allir eru ánægðir með. Þar fyrir utan nýt ég þess að vera með konunni og börnunum mínum þremur, ásamt því að vera á fullu í heilsurækt til anda, sálar og líkama.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Viðskiptaþróun og markaðsmál
Mínar ær og kýr eru útivist, veiði, skíði, snjóbretti, ferðalög og jóga og þar fyrir utan veit ég fátt skemmtilegra en að borða og spila í góðra vina hópi. Ég elska líka að spara tíma, minnka kostnað og sjá markaðsmál skila árangri. Ég er þess vegna semi-tölvunörd og smá skipulags-frík … sem er ágætt í þessu starfi. Ég er viðskiptafræðingur í meistaranámi við Háskóla Íslands í Nýsköpun og viðskiptaþróun með áherslu á markaðsmál.
Styrmir B. Krisjánsson
Kynningarfulltrúi og Ritsjóri
Ég hef unnið sem Prentsmiður og hönnuður í yfir tuttugu ár og á þeim tíma hannað fyrir alla miðla hvort sem það er á prenti eða stafrænu formi. Ég hef lokið námi í sölu- og markaðstækni frá Promennt og er núna í stafrænni markaðsfræði og verslun á netinu í opna háskólanum og lýk því námi nú í vor
Ég hef lengi haft áhuga á leiklist og starfaði lengi vel með Leikfélagi Hafnarfjarðar ásamt því að vera í stjórn félagsins í fimm ár og þar af þrjú ár sem formaður. Hef verið aukaleikari í bæði sjónvarpi og kvikmyndum fyrir bæði innlend og erlend verkefni.
Ég nýt þess að fara út að borða með góðum vinum og eyða tíma með fjölskyldunni.
Við dóttir mín eigum það sameiginlegt að vilja helst ekki missa af Liverpool leik og höfum verið óvenju góð í skapinu þetta tímabilið.
Hvað, hvernig og hvers vegna?
– Við höfum sameiginlegt markmið að þér gangi vel
Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir sölumenn af öllu tagi og markmið okkar er að bæta þjónustu og gæði í sölu á Íslandi til muna.
– Allt um leikhús á einum stað
Við viljum færa leikhúsið nær almenningi og gefa leikhúsum og leikfélögum kleift að keppa á jafnréttisgrundvelli við stóru atvinnuleikhúsin. Á leikhus.is finnurðu á snöggan hátt og á einum stað upplýsingar um allar leiksýningar, dag hvern. Auk þess er að finna síðunni skemmtilegt ítarefni sem tengist leikhúsinu, viðtöl og margt fleira.
2fyrir1.is
– Borgaðu minna, fáðu meira
Við viljum bæta hag fólks og fyrirtækja með kynningu og tilboðum frá eftirsóknarverðum fyrirtækjum. Póstlisti 2fyrir1.is er gríðarlega stór og svörunin mikil, enda vita notendur að hjá okkur er afslátturinn alltaf 50%.
HappyHour.is
– Það er svo gaman að hafa gaman
Við viljum vera eini staðurinn á netinu sem þú þarft að heimsækja ef þú vilt finna Happy Hour á Íslandi. Auðvelt og einfalt viðmót fyrir alla – til að auka gamanið!
Offer.is
– Free – One Click Away
offer.is er fyrsti og eini afslátarklúbburinn fyrir ferðafólk á Íslandi sem er ókeypis og þar sem ferðamaðurinn þarf ekki að niðurhala appi eða setja greiðslukort á bakvið eða greiða eitthvað… enda stoppar ferðafólk oft stutt og þá er aðalatriðið að það sé infalt að spara og sé frítt enda er slagorðið Free One Click Away
Heppni.is
– Opnar fljótlega!
Við viljum gefa Íslendingum tækifæri á að fá heppni án þess að þurfa að borga fyrir það með einföldum leikjum þar sem allir geta tekið þátt í að freista gæfunnar!
Allur réttur áskilinn © 100Ljón ehf.